Search
Close this search box.

Um Prolong

Engu öðru líkt

“Engu öðru líkt í heiminum” (No Equal In The World®) og “Toppurinn í vörn og frammistöðu” (The Ultimate In Protection & Performance®) eru ekki aðeins skráð slagorð. Málmsleipiefnin (Prolong´s Anti Friction Metal Treatment (AFMT™)) frá Prolong eru gerð með framtíðartækni sem er einstök í veröldinni.

AFMT™ TÆKNIN

AFMT™ tæknin eykur ekki aðeins gæði mótor olíu, sjálfskiptingarvökva, gírolíu og annarra sleipiefna því hún í raun bætir yfirborð málmsins. AFMT™ er frábærlega sérhæft háþrýsti gæða sleipiefni sem er lagað með efnaaðlögun parafin hydrocarbon, sem vitað er að eru gæðasleipiefni sem standast afar háan hita og þrýsting. Prolong AFMT™ er skipulagt með einstakri langri mólekúlkeðju sem nær miklu efnajafnvægi. Þessi aðferð er í svo miklu jafnvægi að hún hefur hlotið hæstu einkunn eða “1a” í prófun á óháðri rannsóknarstofu. Prófunin er hönnuð til þess að ákvarða tæringarvarnargetu sleipiefna. Á myndinni sést hvernig Prolong AFMT™ bindst samstundis við yfirborð á nagla sem dýft er í efnið.

HVERNIG EFNIÐ VIRKAR

Mótorolíur, sjálfskiptingarvökvi og gírolíur eru fljótandi sleipiefni sem gera verndandi himnu milli málmyfirborðs sem þrýstast eða núast saman. Því meiri sem styrkur himnunnar er því betri verður olían, en – þar sem ógnarþrýstingur er við núning málma þá rýrnar styrkur olíu alvarlega og stundum þrýstist styrkurinn algerlega á brott.

Hinsvegar er Prolong bindandi sleipiefni. Prolong AFMT™ hefur áhrif á málmyfirborð með mólekúlar og efnafræðilegum ferli og myndar verndandi himnu á málmyfirborði. Himnan er hinsvegar ekki filma eða þekja yfir málminum. Mólekúlin í AFMT™ formúlunni eru samhæfð og bindast raunverulega málmyfirborðinu. AFMT™ mólekúl himnan verður virk við háþrýsting og hita, sem þýðir að Prolong sleipiefni hafa besta virkni þegar mest á reynir! Árangurinn er að AFMT™ minnkar verulega skaðlegan núning og hita.

MINNKAR MÁLMEYÐINGU

Málmyfirborð virðist rennislétt en séð í smásjá birtast dalir og hryggir á yfirborðinu. Hryggirnir geta rifið úr yfirborði þegar málmar núast saman og skemmt það. Svarf í olíu eru einkenni um málmþreytu og skemmdir. Svarfið getur einnig valdið auknum skemmdum þegar það flýtur með olíunni og nuddast við málmyfirborð og það truflar einnig afköst á síum.

Varnarhimnan sem Prolong mólekúlin mynda smyr hryggina og fyllir dalina vegna háþrýstings og á þann máta minnkar áhrif af núningi málmflata. Þegar þessi varnarhimna AFMT™ eyðist þá endurnýjast hún með nýrri varnarhimnu frá AFMT™ mólekúlum sem fylgja hringrás olíunnar. Þegar brunaorkan frá eldsneytinu er ekki notuð til þess að vinna á núningi þá fer hún þráðbeint í þau hestöfl sem þörf er á til að hámarka afköst og lágmarka eldsneytisnotkun. Prolong AFMT™ gerir málminn sleipari og minnkar núninginn sem orsakar málmþreytu og stelur hestöflum.

MINNKAR HITA OG NÚNING

Þessi ferill hjálpar einnig til að útiloka skaðlegan hita sem verður til við núning. Hár olíu hiti hraðar tæringu og myndun á sýrum, peroxide, kolefnaleifum, botnfalli og málmsagi. Þegar olíuhiti hækkar verður tæring, olían verður sífellt meir tærandi og sleipihæfni olíunnar minnkar sem enn leiðir af sér minni smurning. Prolong AFMT™ hjálpar til að minnka hita svo olían geti haldið hámarksvarnaráhrifum.

Auk þess er umbreytingarefnum bætt í Prolong sleipiefni til þess að hjálpa við að fjarlægja leifar af uppsöfnuðu kolefni og botnfalli. Þessi óþurftarefni eru þá einangruð í olíunni og fjarlægð við næstu olíuskipti. Með því að fjarlægja þessi óþurftarefni er afkastageta og hestöfl hámörkuð.

Þessar legur voru settar í staðlaða smurprófun í “cross-axis friction” prófunartæki til þess að sýna getu Prolong AFMT™ til þess að minnka núningsáhrif. Þessum staðalhertu stállegum var þrýst að smurðum málmfleti á miklum snúningi. Skaddaða legan til hægri sýnir dæmigert slit án AFMT™ varnar. Legan til vinstri sýnir dæmigert slit þegar Prolong vélarvörn er bætt í vélarolíuna.

Sönnunin

Prolong AFMT™ tæknin hefur staðist margvíslegar sjálfstæðar prófanir á rannsóknarstofum sem sanna yfirburði þess og getu til hámarks þrýstismurningar. Hér koma fáeinar niðurstöður prófana sem gerðar voru samkvæmt nákvæmum reglum bílaiðnaðarins um prófun sleipiefna.

AÐFERÐ MEGIN NIÐURSTÖÐUR
Nissan KA24E Valve Reduced cam wear by 78%
Train Wear Test Reduced rocker arm scuffing by 68%
(95-95) Reduced metal wear for iron by 67%
Ball-on-Cylinder Lubricity Evaluator
(Bocle)
(ASTM D 5001-90A)
Reduced wear scarring by 14-19%
CRC L-38 (ASTM D 5119-99) PASSED:
21.6 (below 40.0) rating on the Bearing
Weight Loss Scale
9.9 (greater than 9.0) on the Piston Varnish
Merits Scale
Block-on-Ring 14.9% reduction in friction
Friction & Wear Test 36.0% reduction in friction
  78.9% reduction in wear

PROLONG Í SAMANBURÐI VIÐ KEPPINAUTA

Hvernig stendur Prolong sig í samkeppninni?

Það er mikilvægt að vita að Prolong vörur innihalda EKKI skaðleg efni, málm eða plast sem finnast í tækni sem notuð er við framleiðslu á vörum samkeppnisaðila.

PTFE eða Teflon (Skráð vörumerki DuPont) er frábær vara fyrir eldunaráhöld, að því tilskildu að rétt áhöld séu notuð. En málmur við málm snerting getur leitt af sér flögur sem ekki eru öruggar í fæðu…..eða vélum. Gætið ykkar á vörum sem grundvallast á þessari tækni. Ef nauðsynlegar síur og smurningsleiðir stíflast þá getur það orðið alvarlegt vandamál. PTFE getur skilið eftir sig skaðlegar leifar. Föst efni geta einnig brotnað niður vegna hita frekar en að hjálpa til við minnkun hita.

Kopar, Zinc, Grafít og “Molys” (molybdenum) tækni mynda ekki vernd við hámarks þrýstinúning. Þau brotna frekar niður heldur en að mynda vernd gegn skaðlegum hita og geta myndað skaðlegt svarf í smurkerfi vélarinnar.

Óstöðug chlorinated-paraffin (“CP”) getur af sér möguleika af tæringu þegar það er hitað. CP smurning er mjög áhrifrík, en í hituðu umhverfi vélar getur hæfni stuttu mólekúlkeðjanna brotnað niður og myndað hydrochloric sýru. Prolong framleiðir vöru sem hefur mikið jafnvægi – jafnvægi sem finnst ekki í nokkurri annarri vöru og er vara sem gefur frábæran árangur og öryggi. Þessi tækni hefur verið prófuð (í yfir 18 ár) og í miljónum véla.

Upplausnir eru stundum auglýstar sem sleipiefni. Þær innihalda venjulega steinefna olíur sem smurgetu fljótandi sleipiefnisins. Upplausnir geta verið hreinsiefni, og hreinni vél gefur einhverja aukningu í afköstum, en upplausnir eða hreinsiefni gefa ekki sleipivörn og geta þynnt vélar- eða gírolíu. Mikilvægast er þó að upplausnir brjóta niður smurning og sleipigetu.

Flest þykkiefni, stunduð kölluð jafnvægisefni, sem koma í stað fjórðungs eða meir af olíu innihalda ekki nausðynlega viðbót sem er í bestu vélarolíum nú til dags og eru í raun að ræna vélina 20-25% af þessum kostum hreinsi- og antioxidant efna.

PROLONG OG VÉLAROLÍA

Hafðu í huga að nútíma náttúrulegar- og gerfiolíur og sjálfskiptingar vökvi eru betri en nokkru sinni fyrr, en þær hafa sín takmörk. Prolong hvetur notendur til þess að fylgja meðmælum framleiðenda hvað varða þyngd olíu og viðhalds-áætlunar. Prolong vörur breyta ekki sleipni vélarolíu eða sjálfskiptingar vökva en mynda “smurfélag” með því að leggja til bindandi smurning á yfirborð sem getur farið undir mjög mikinn núningsþrýsting, eða yfirborð þar sem smur er ekki einu sinni til staðar. Prolong tækni hjálpar við að breyta almennri náttúrulegri- eða gerfiolíu í “Superolíu”.