Search
Close this search box.

Umsagnir

Nesfrakt

Niðurstöður mælinga á Prolong

Nesfrakt er flutningafyrirtæki með daglega flutninga á milli Norðurlands og Reykjavíkur. Í dag rekum við 15 vöruflutningabíla sem aka eftir fastri akstursáætlun og eru auk þess í allskonar öðrum verkefnum. Rekstraröryggi er því afar mikilvægt í þessum bransa. Sem lið í rekstrareftirliti fyrirtækisins höfum við framkvæmt sérstaka hagkvæmnitilraun á einni af Scania bifreiðum okkar. Við vildum athuga hvort og hvernig PROLONG íblöndunarefni virkuðu á vélanotkun bílaflotans. Dæmið nú snerist um Scania R580 árgerð 2004. Áður en að við settum efnið á vélina var olíueyðslan mæld í u.þ.b. 3 vikur. Meðaleyðslan á því tímabili var 49 lítrar pr. 100 km. Síðan voru PROLONG efni sett á vél, drif og gírkassa og einnig var efni díesel-bætiefni sett á olíutank bílsins. Í dag er þessi bíll með meðaleyðslu uppá 44 lítra eða um 10% sparnaður og munar um minna í þessum rekstri. Jafnframt finnum við fyrir aflmun og töluvert betri vinnslu á bílnum, þannig að allur gangur og skiptingar eru mun þýðari. Eftir þessa tilraun erum við ekki í vafa um að Prolong virkar og höfum við því ákveðið að setja þetta undraefni á öll okkar tæki.
Arnar Þór Ólafsson
Framkvæmdastjóri Nesfrakt

Stígandi VE 77

Ótrúlegur árangur af Prolong

Aðalvél Í janúar 2011 var Prolong sett á aðalvél Stíganda Ve 77 sem er Caterpillar 3508, strax varð vart við hljóðbreytingu í vélinni og var greinilega minni hávaði frá vélinni. Af hverju? Því verður framleiðandi efnisins að svara. Í byrjun mars varð það óhapp að 4” hosa, 300 mm löng, sprakk en þessi hosa er á aðalkælilögn frá vél að kælum. Var verið að kasta trollinu og vélin á fullu álagi þegar þetta gerist. Var álag tekið af vélinni eins fljótt og hægt var og síðan drepið á vélinni. Viðgerð var lokið á ca 1/2 tíma, hófst þá biðtími til að leyfa vélinni að kólna svo hægt væri að setja á hana kælivatn. 2 tímum eftir að viðgerð lauk var kælivatnið komið á og aðalvélin keyrð upp. Í ljós kom að vélin lak kælivatni í smurolíuna. Var aðalvélin rifin í smátt og gerð upp. Þá kom í ljós að flestar slífarnar í henni höfðu blánað vegna kælivatnsskorts en þær voru ekki rifnar þökk sé Prolong efninu sem blandað var saman við smurolíuna. Spilkerfi Sett var Prolong saman við glussan á spilkerfinu, spilkerfið var þannig að kælidælan fyrir glussan gekk alltaf, farið var yfir sjólagnir og kælirinn þrifinn en það breytti engu alltaf gekk dælan. Strax í fyrsta túr kom fram mikilvæg breyting á kerfinu. Hitamyndun snarlækkaði og allt í einu var kælidælan farin að slökkva á sér langtímum saman. Skráning í dagbók á hitastigum sýndi að vinnuhitastig spilkerfisins hefði lækkað um 7 gráður og eftir 1 mánuð var munurinn 10 gráður og hélst þannig. Annað sem breyttist var að umtalsverð breyting varð á málm-innihaldi spilkerfisolíunnar til lækkunar og var það mest stál frá dælum og mótorum sem minnkaði um 30%. Þetta kemur fram í olíusýnum.

Skipinu óviðkomandi þá á ég 1998 módel af MUSSO með 2,9 Benz diesel. Prolong var sett á allt í honum; vél, skiptingu, millikassa, drif og vökvastýri. Ég fer oft á þessum bíl á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Bíllinn er 35” breyttur með drifhlutföll 4.28-1 og eyddi hann gegnumsneitt 12,5 ltr per 100 km en eftir að Prolong var sett á hefur hann eytt um 10 ltr per 100 km.
Kristján Guðmundsson
Yfirvélstjóri á Stíganda VE 77

Samskip

Stór sparnaður með Prolong SPL-100 smurspreyi

Við hjá vélaverkstæði Samskipa höfum verið að nota SPL-100 smursprey frá Prolong um langa hríð með frábærum árangri. Efnið er margfalt virkara en öll önnur efni sem við höfum notað í gegnum árin hér hjá okkur og viljum við nefna nokkur atriði í því sambandi. Efnið er að minnka vinnu við ryðlosun og er að losa ryðgaða hluti sem einfaldlega var ekki hægt að losa áður án þess að skemma þá. Einnig er efnið að minnka biðtímann á milli þess sem efni er sett á flötin og þar til það losnar um hann. Efnið er mjög gott til smurningar á hverskonar núningsfleti sem þurfa smurningu. Þess má geta að rafmangsverkstæði okkar notar efnið til einangrunar á allavega rafmagnsfleti. Við getum ekki annað sagt en að SPL-100 hefur sparað okkur verulegan tíma og er stór sparnaður í rekstri okkar.
Sigurður Jóhannsson, Helgi Rögnvaldsson
Verkstjóri véladeildar Samskipa, véladeild Samskipa

Hagkaup

Prolong vélameðferð

Við framkvæmdum mælingu á kælipressu í Hagkaup í Skeifunni. Mælingin var framkvæmd í 30 daga, 15 daga án þess að hafa Prolong á kerfinu og 15 daga með Prolong á kerfinu. Niðurstaða þess er ekki endanleg vegna þess að Prolong var að vinna sig upp á kerfinu á meðan á mælingu stóð. Niðurstaða okkar er að 6,3% á mælingartímanum og má gefa sér að sparnaður með Prolong vélameðferð á kerfinu sé á bilinu 10-12% að jafnaði. Kælikerfið er með Freon 404 og RRl-32-Ester oil.
Hagkaup

TEAM KAWASAKI

Einstakur árangur með Prolong vélameðferð

Ég hef aldrei áður þorað að nota neitt bætiefni á keppnishjólið mitt vegna þess að þau hafa skapað ýmis vandamál. Svo ég hef einungis verið að nota bestu olíu á hjólið þar til nú. Ég hef fengið mjög ítarlegar upplýsingar um Prolong efnin og ég hef komist að því að í Prolong eru engin aukaefni og það verndar málminn gegn hita og núning. Ég er að nota 5% blöndu af Prolong út í tvígengisolíuna hjá mér með góðum árangri. Einnig er ég með 5-10% blöndu á vél og kúplingu með einstökum árangri. Í keppnum er kúplingin og olían að hitna eftir að hafa verið á brautinni í einhvern tíma og verða gíraskiptingar stífari. En með Prolong málmmeðferð á vél og kassa hefur það leitt til þess að gírskiptingar eru mýkri og betri sem hefur minnkað slit á kúplingu til muna. Ég hef verið að setja 10% Prolong málmmeðferð á dempara hjá mér og hafa orðið miklar breytingar, demparar virka betur og missa ekki dempunareiginleika eins og var að gerast áður vegna hita og núnings í dempurum í keppnum. Ég mæli eindregið með notkun Prolong efnann á hverskonar mótorhjól, vélsleða, utanborðsmótora, sæþotur og go-kart bíla.
Ragnar Ingi Stefánsson
Margfaldur Íslandsmeistari í mótorkrossi

HAMPIÐJAN

Ótrúlegur árangur með Prolong vörunum

Við höfum notast við Prolong efni hér í Hampiðjunni og er árangurinn ótrúlegur. T.d. eftir að við fórum að nota Prolong EP-2 smurfeiti á svokallaðar símavélar lækkaði bilanatíðni um 50%. Prolong SPL-100 smursprey hef ég notað þegar ég er að bora eða renna stykki og það kom strax í ljós að borarnir entust margfalt lengur og öll vinnsla á efninu varð mun betri en áður. Á herzo flettivélar notaði ég Anti-Friction Metal Treatment og blandaði efninu saman við smurolíu vélanna og þar kom árangurinn líka strax í ljós. Yfirborð á slitflötum vélanna varð sléttara og allur gangur vélanna varð léttari. Á þessum stutta tíma er ég hef notað þessi efni hafa þau sannað sig fyllilega og af minni hálfu koma ekki önnur efni til greina en Prolong.
Brynjólfur Kragh
smiðja, Hampiðjan

Hnotskurn

Prolong vélameðferð

Setti Prolong málmmeðferð á skreiðarpressu með mjög góðum árangri. Olíuhiti á vélinni lækkaði úr 70 í 55 og minni hávaði var í henni eftir þessa meðferð. Við mælum hiklaust með þessu efni.
Hnotskurn

CUMMINS 350

Prolong vélameðferð er ódýrasta öryggistryggingin

Afkoma mín byggist á að geta komist útá sjó. Svo ég vildi gefa mér tíma til að lýsa ánægju minni á að hafa tekið þá ákvörðun að nota vörur frá Prolong. Ég lenti í þeirri óskemmtilegu lífsraun sem ég óska engum að lenda í. Ég missti alla kælingu af vélinni í bát mínum í septembermánuði. Það vildi svo til að ég var að draga og á þeim tíma nuddaðist sjókælingarslanga í sundur og ágiskaður tími án kælingar var m 40-50 mínútur. Þegar ég fór inn í stýrishúsið var hitamælirinn í botni og viðvörunarbjalla á, sem heyrðist ekki út á dekk. Þegar ég gerði mér grein fyrir því, drap ég á vélinni og hætti að draga. Ég fór niður í vélarrúm og brá mér illilega, hafði vélin hitnað það mikið að pústgrein var margsprungin og allt kall brunnið af vegna ofhitnunar. Var ég dreginn í land og þegar þangað var komið var fengist við það að fá vélarmenn um borð frá vélaverkstæðinu Þrym ehf. Ísafirði. Mætti þeirra maður að nafni Benedikt Vagn Gunnlaugsson, og hófst handa við að taka vélina í sundur og skoða væntanlegar skemmdir. En okkur til mikillar furðu hafði ekkerst skemmst og vélin sloppið. Skipt var um pakkningar og pústgrein og vélin ræst. Vélamenn voru vel undrandi að vélin væri óskemmd og töldu víst að Prolong vélameðferðin hefði bjargað vélinni frá úrbræðslu. Stopp vegna vélarbilunar var ekki nema þrír dagar. Ef ég hefði ekki verið með vélarmeðferð á vél minni hefði það kostað mig milli 2,5-3 milljónir í rekstrartap. Prolong er ódýrasta öryggistrygging sem ég hef komist yfir og mun aldrei vera án efna frá Prolong á vélum og tækjum í minni eigu. Eftir að hafa sett Prolong vélameðferð og eldsneytismeðferð á vélina, hefur eyðslan farið niður um 10-15%. Ég mæli með Prolong í alla staði og vil þakka fyrir sannfæringu mína um yfirburði Prolong efnanna.
Hálfdán Kristjánsson
Skipstjóri

DANÍEL G. INGIMUNDAR

Prolong besta efnið

Ég heiti Daníel G Ingimundar, Ég hef notað Prolong vörurnar síðan þær komu til Íslands. Og eru þetta bestu fáanlegu olíuvörur sem ég hef kynnst. Þar sem ég er að keppa í torfæru eru þessi efni algjör snilld.Þar sem vélin hjá mér er oftast undir miklu álagi og hita þarf ég á góðri vörn að halda, og er Prolong besta efnið sem ég hef notað. Einnig á ég Benz 1617 Rútu sem ég nota í kringum torfæruna,hún vildi bara ekki í gang eftir að hún varð heit,eftir að ég setti Prolong á vélina var þetta vandamál úr sögunni.
Daníel G. Ingimundar
Torfærukappi

TEAM TRÖLLIÐ, KEPPNISTÍMABILIÐ 2001

Gátum varla trúað muninum

Áreynsla í keppnisíþrótt eins og Íslensku torfærunni er vægast sagt ótrúleg, og er mér sönn ánægja að segja frá reynslu okkar á Prolong efnunum í keppnisbifreið okkar. AÐALVÉL: Við höfum notað ýmislegt á vél okkar til að ná betri frammistöðu til að minnka slit á pörtum, svo sem Millitec-1, Castrol keppnisolíur en það er engin vafi á því að Prolong vélarmeðferð hefur skilað okkur margföldum árangri í minnkun á sliti og var munurinn svo mikill að við gátum varla trúað því. Sem dæmi má nefna samanburð á Millitec-1 á móti Prolong vélarmeðferð að með Millitec-1 var ekið 4 keppnir á höfuðlegum þar til við skiptum um þær, en með Prolong vélarmeðferð fórum við 12 keppnir á höfuðlegum og var varla sjáanlegt slit á þeim. SJÁLFSKIPTING: Mikið álag er á skiptinum í torfærunni og skapast mikill inrri hiti í þeim og er ávalt hitalykt af olíunni. Með Prolong skiptingarmeðferð er olían eðlileg og slit hefur minnkað verulega hjá okkur. MILLIKASSI OG DRIF: Partar endast betur og engin vandamál hafa komið uppá með Prolong málmmeðferð á millikassa og drifum okkar KOPPAR OG SMURFLETIR: Hefur skilað okkur lengri endingu og minna viðhaldi og feitin er ekki að skolast út úr koppum við mikið álag. SPL-100 SMURSPREY: Efni þetta er með eindæmum frábært og er það notað á nánast allt enda svo mikilvægt að ég fer ekki neitt án þess að hafa það með mér. Við höfum séð verulegan mun á að nota Prolong og er engin vafi að Prolong efnin verða notuð á keppnisbifreið okkar í nánustu framtíð og erum við allir í keppnisliðinu sammála um það að Prolong á sér enga líka í heiminum.
Sigurður Þ. Jónsson
Team Tröllið

Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar

Verulegur sparnaður við notkun á Prolong vörum

Við hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar byrjuðum að nota Prolong efni í byrjun árs 2000. Síðan þá höfum við notað Prolong AFMT, EP-2 háþrýstifeiti og SPL-100 smursprey. Prolong AFMT var og er notað á gírbox á vegfræsarann okkar með einstökum árangri, við áttum í erfiðleikum með hita í gírnum og gírinn brenndi olíuna, nú ári eftir að við bættum 15% Prolong AFMT á móti gírolíu í gírinn er olían í góðu lagi. EP-2 háþrýstifeitin er notuð á keðjur á salt kössum okkar og hefur ending þeirra aldrei verið lengri en eitt ár og hefur undantekningarlaust verið skipt um þær, en eftir að við byrjuðum að nota Prolong SPL-100 og EP-2 feitina eru allar keðjur í saltkössum okkar í góðu standi ári síðar og er ekki sjáanlegt slit og ryð á þeim, erum einnig að nota feitina á allar legur og aðra slitfleti sem þurfa smurfeiti. SPL-100 smursprey er notað mest sem ryð og smurolía, mælum við því hiklaust með efninu sem slíku. Við teljum að verulegur sparnaður fáist með því að nota smurefnin frá Prolong og mælum við með notkun efnanna, erum að fara að nota Prolong efnin á víðari grundvelli á véla- og tækjakost okkar og væntum enn meiri sparnaðar í rekstri okkar.
Karl Sigurðsson, Þórir R. Jónsson
Verkstjóri, yfirverkstjóri

KAREN ARNARDÓTTIR

Reynslan af Prolong ekkert nema góð

Karen Arnardóttir heiti ég og er keppandi í motocrossi frá árinu 2004. Ég varð íslandsmeistari 2005,2006 og 2007 í kvennaflokki. Árið 2009 kynntist ég efninu Prolong AFMT(Anti Friction Metal Treatment) sem hrindir frá sér raka, þolir mjög hátt hitastig, lengir endingu olíunnar svo eitthvað sé nefnt. Notaði ég það á Kx 125cc hjólið mitt, bæði á mótorinn og út í bensínið. Með góðum árangri gjörbreyttist gírkassinn, betra var að setja í hlutlausan og í gíra. Sama ár prófaði ég efni sem heitir Super Protectant sem lætur vínyl,plast,gúmmí og leður líta út eins og nýtt. Það virkaði vel og hrinti drullu vel frá sér og hjólið leit alltaf út eins og nýtt og maður fékk góðan glans á hjólið eftir notkun á Super protectant. Einnig nota ég Prolong SPL 100 sem er hágæða smurefni, ryðolía og rakavörn fyrir rafmagn. Bæði til í litlum og stórum úða brúsum og gott að hafa með fyrir hverja hjóla æfingu að spreyja á keðju, petala, bremsur og alla liði sem hægt er að smyrja. Mín reynsla af þessum efnum er ekkert nema góð.
Karen Arnardóttir
Fyrrum íslandsmeistari í motocrossi