Prolong bein- og sjálfskiptingarmeðferðin inniheldur AFMT tæknina sem meðhöndlar málmyfirborð bæði beinskiptra og sjálfskiptra gírkassa. Þegar olían/sjálfskiptivökvinn streymir um skiptinguna bindast mólekúlin í efninu saman við yfirboð málmsins og myndar sterka vörn sem minnkar viðnám og hita. Efnið er sérstaklega virkt í erfiðum kringumstæðum og minnkar því líkurnar á mjög dýrum viðgerðum. Efnið hjálpar til við mýkri gírskiptingar og eykur snerpu í sjálfskiptingum.
Hjálpar til við mýkri og viðbragðsbetri gírskiptingar
Virkar með öllum algengum gírolíum og sjálfskiptingarvökvum
Notkun
Hægt er að setja efnið á skiptinguna hvenær sem er. Efnið er virkt á meðan það er á skiptingunni. Þegar efnið er sett á beinskipta gírkassa skal fjarlægja gírolíu sem nemur magni efnisins, (236 ml fyrir fullan brúsa). Best er að setja efnið á skiptinguna í hvert skipti sem skipt er um olíu/vökva.