Search
Close this search box.

Prolong vörur

Prolong Super Duty vélameðferð er hönnuð fyrir notkun þar sem árangur og hæstu gæði skiptir höfuð máli.  Efnið gengur í efnasamband við málmyfirborð með sérstökum efnasamsetningum sem kallast AFMT sem ver málma og minnkar viðnám, slit og hita.  Prolong vélameðferð fékk fyrstu viðurkenningu í mótorsporti um allan heim hjá atvinnumönnum sem bera mikla virðingu fyrir Prolong vegna greinilegra yfirburða gagnvart öðrum efnum á markaðnum.

Inniheldur Prolong háþróaða olíutækni.  Ekkert annað efni virkar eins vel og Prolong olíujafnarinn.  Sérhannað til að ná hámarks vörn og frammistöðu í slitnum vélum.  Efnasamsetningin veldur engri tæringu og er efnið tilvalið fyrir bensín og dísilvélar.  Olíujafnarinn má blandast við allar olíur, svo sem jarðolíur og synthetískar olíur.  Eykur smureiginleika, þéttir slitna sílendra og ventlastýringar, hjálpar til við að þétta leka, minnkar vélarhávaða og mengun.  Sérstaklega er mælt með að nota á bensín og dísilvélar, beinskiptingar, mismunadrif, gíra, mótorhjól, loftpressur og sláttuvélar.

EP-2.5 fjölnota háþrýstifeitin er hágæða smurefnablanda sem nær hámarksvirkni undir miklu álagi. EP-2.5 er fullhlaðin af AFMT efninu sem ver málmyfirborð, loðir einstaklega vel við málmflötinn og hjálpar til að ná hámarksárangri.  Þessi feiti endist lengur en hefðbundnar feititegundir.  Hún hefur þá eiginleika að hún hrindir frá sér vatni, seltu og raka.  Prolong EP-2.5 feitin er hönnuð fyrir bifreiðar, vörubíla, báta, skip og hverskonar iðnað.  Ennfremur virkar feitin afar vel á legur, stýrisenda, rafmótora, færibönd og fleira.

Ný og byltingarkennd leið til að þvo og bóna bifreiðina!  Efnið hreinsar og gefur bónáferð á nokkrum mínútum.  Spreyið á þurra eða blauta bifreiðina og þurrkið af, einfaldara getur það ekki verið.  Fljótlegt og auðvelt í notkun.  Getur líka notast án vatns.  Eftir þvott er efninu úðað létt yfir fletina og þurrkað af með vaskaskinni eins og venjulega.  Ef menn vilja dýpri og meiri gljáa má hraðþurrka yfir bílinn með mjúkum klúti.

Vínyl og plasthreinsir fyrir mælaborð og aðra plastfleti, leður og gúmmí.

Efnið þolir vatn og skolast því ekki af eins og önnur hreinsiefni. Efnið vinnur gegn náttúruöflunum og tryggir lengri endingartíma varnarinnar. Einstök formúla efnisins gerir þér kleift að stjórna því hversu mikinn gljáa þú færð, en það fer allt eftir því hversu mikið þú nuddar efninu á yfirborðið.

SPL-100 er áhrifaríkasta fjölnotaefni sinnar tegundar á málmmarkaðnum í heiminum í dag. Það er sérhannað fyrir bíla, báta og til heimilisnota. SPL-100 hrindir bleytu og raka frá raf- og kveikjukerfum. Verndar alla málm- og hreyfihluti sem eru undir álagi frá bleytu, raka, veðrun eða tæringu.

Prolong innspýtingarhreinsirinn er gerður til þess að hreinsa innspýtingarspíssa og inntaksventla. Hann fjarlægir sót sem getur valdið ójafnri kveikju og aukinni eldsneytiseyðslu. Með reglulegri notkun má tryggja rétta virkni innspýtingarkerfisins og þannig ná mjúkum gangi og minni eldsneytiseyðslu. Prolong innspýtingarhreinsirinn virkar með öllum gerðum af bensíni.

Prolong bein- og sjálfskiptingarmeðferðin inniheldur AFMT tæknina sem meðhöndlar málmyfirborð bæði beinskiptra og sjálfskiptra gírkassa. Þegar olían/sjálfskiptivökvinn streymir um skiptinguna bindast mólekúlin í efninu saman við yfirboð málmsins og myndar sterka vörn sem minnkar viðnám og hita. Efnið er sérstaklega virkt í erfiðum kringumstæðum og minnkar því líkurnar á mjög dýrum viðgerðum. Efnið hjálpar til við mýkri gírskiptingar og eykur snerpu í sjálfskiptingum.

Eldsneytiskerfismeðferðin er gerð til að hreinsa allt eldsneytiskerfið, að dælum og spíssum meðtöldum. Eldsneytiskerfi sem er laust við óhreinindi er nauðsynlegt til að ná mjúkri vinnslu og hámarks nýtingu eldsneytis. Efnið virkar með öllum gerðum bensíns og dugar í a.m.k 4800 km.

Prolong dísil meðferðin inniheldur hágæða hreinsiefni til að hreinsa spíssa og eldsneytiskerfið í heild sinni. Efnið verndar gegn tæringu, dregur úr svörtum reyk og minnkar uppsöfnun sóts sem dregur úr afköstum og eykur eldsneytiseyðslu. Efnið eykur einnig smureiginleika dísilolíunnar og verndar því dælur og innspýtingarspíssa. Uppfyllir L-10 staðalinn um bætiefni dísilolíu er varða hreinleika spíssa og N-14 bætiefnastaðalinn frá Cummins, er varðar tæringu vegna eldsneytis með lágt/hátt sulfur-innihald.

Prolong Super Duty skiptingar, gíra og mismunadrifsmeðferð inniheldur háþrýstitækni sem Prolong er með heimsleyfi á. AFMT (Anti-Friction Metal Treatment) er hannað fyrir kröfuharðan iðnað. Efnið er ætlað til notkunar við 85W-140 heavy duty iðnað og 10W-50 meðal erfiða notkun, þar á meðal fyrir sjálfskiptingarvökva (ATF) Dextron III, Mercron V gírolíur og blandast við bæði náttúru- og synthetískar olíur. Efnið gengur í samband við málmyfirborð með háþróaðri tækni sem minnkar núning, slit og hita. Gefur lengri endingu og minna viðnám.

Prolong Ultra Cat 1 er vatnsblandandi vökvi sem byggir á háþróaðri tækni í sambandi við notkun með vatni í skurðarvélum og rennibekkjum. Ultra Cut 1 inniheldur AFMT (Anti-Friction Metal Treatment) tæknina sem bindur sig við málma á sagarblöðum og eggblöðum. Þetta framúrskarandi efni minnkar slit verulega miðað við það sem gengur og gerist. Ultra Cut 1 hefur sannað gildi sitt í borun, sögun og hverskonar vinnslu með vatni. Gefur sléttara yfirborð og eykur endingu.